Ég hef sjaldan verið ákveðnari en í dag að við þurfum ávallt að sýna hvernig við virðum mörk og helgi lífsins. Það hefur sýnt sig að við verðum að vera sú kirkja sem horfist í augu við brot, meint og sönnuð, og víkur sér ekki undan ákvörðunum í erfiðum málum. Mér finnst réttlætið felast í því að kirkjan sýni ábyrgð og öguð vinnubrögð gagnvart því í kirkjulegu starfi og gagnvart samfélaginu þegar farið er yfir mörk. Og kannski eru það bestu skilaboðin til fólks innan og utan kirkjunnar að hún vill koma málum í réttan farveg svo að þau verði greind og tekin til meðferðar af réttum aðilum. Ég tel að það sé eina leiðin til réttlætis að þau verði gerð upp og það verði forsendan þess að hægt verði að leita sáttar og fyrirgefningar að lyktum. Ég lít svo á að við séum brotið samfélag en viljum vera heil með því að vilja vaxa og dafna í réttlæti, virðingu og friði.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni