Það getur verið svo gott að þjóna og þiggja

Ég hef fundið það svo sterkt í gegnum prestsþjónustuna í nær 30 ár og líka í gegnum starfið í prestafélaginu og í stjórn Þjóðkirkjunnar hvað við höfum mörg notið þess að þjóna í kirkjunni okkar. Mér finnst ég heyra það oftar í hópi presta og djákna hvað það er gott að fá að þjóna og fá að slást í för með fólki á helgum og hátíðum og á tímamótum í lífinu. Þá hef ég líka fundið það svo sterkt í gegnum allt mitt starf hvað við erum mörg að vinna vel saman í sóknum og á stofnunum, sóknarnefndir, kórar og starfsfólk. Þetta er nærandi starf og það þarf að hlú að öllu því góða fólki sem sinnir þessari þjónustu svo að hún verði alltaf gefandi bæði í gleði og sorg, signt og heilagt. Við þurfum að gera allt til að eflast saman í þessu merkilega samfélagi kirkjunnar á hverjum stað þannig að allir finni hvernig við eigum samleið í kirkjunni, samfélagi þeirra sem trúa á Krist. Myndin er úr Stokkseyrarkirkju rétt fyrir messu í gær. Það er fólk í kringum Jesú á skírnarfontinum, „Leyfið börnunum að koma til mín,“ og yfir altarinu, „Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar,“  en svo glittir svo skemmtilega á krossinn í miðri myndinni. Við þiggjum blessun hans og viljum njóta þess að helga okkur þjónustunni við kirkjuna hans.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s