Nýtt kynningarmyndband og fundur í Háteigskirkju

Á morgun kemur nýtt kynningarmyndband um framboð mitt hér á síðuna og svo er kynningarfundur í Háteigskirkju í Reykjavík annað kvöld, miðvikudag 27. sept. kl. 20. Kosningin hefst svo daginn eftir, 28. sept., með póstinum og þarf að skila atkvæðaseðlinum í póst ekki síðar en 9. október. Það verður gaman að koma í Háteigskirkju en þar gengum við Guðrún Helga Bjarnadóttir í hjónaband fyrir 30 árum þegar dr. Einar Sigurbjörnsson, frændi minn, gaf okkur saman. Skammt þar fyrir framan, í Stórholti 39, er ég fæddur 6. desember 1958 en þar tók ljósa mín, Guðrún Valdimarsdóttir, á móti mér á stofu á heimili sínu. Bróðir þessarar merkiskonu var Héðinn Valdimarsson en hún var áður ljósmóðir í Bolungarvík. Mamma mín, Kristín Bögeskov, djákni, er fædd í sömu sókn við Hverfisgötuna þar sem afi minn, Sören Bögeskov, og amma mín, Ágústa Sigurðardóttir Bögeskov, voru bændur og höfðu annast um fjósið sitt í Þverholtinu allt til 1940.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s