Á morgun kemur nýtt kynningarmyndband um framboð mitt hér á síðuna og svo er kynningarfundur í Háteigskirkju í Reykjavík annað kvöld, miðvikudag 27. sept. kl. 20. Kosningin hefst svo daginn eftir, 28. sept., með póstinum og þarf að skila atkvæðaseðlinum í póst ekki síðar en 9. október. Það verður gaman að koma í Háteigskirkju en þar gengum við Guðrún Helga Bjarnadóttir í hjónaband fyrir 30 árum þegar dr. Einar Sigurbjörnsson, frændi minn, gaf okkur saman. Skammt þar fyrir framan, í Stórholti 39, er ég fæddur 6. desember 1958 en þar tók ljósa mín, Guðrún Valdimarsdóttir, á móti mér á stofu á heimili sínu. Bróðir þessarar merkiskonu var Héðinn Valdimarsson en hún var áður ljósmóðir í Bolungarvík. Mamma mín, Kristín Bögeskov, djákni, er fædd í sömu sókn við Hverfisgötuna þar sem afi minn, Sören Bögeskov, og amma mín, Ágústa Sigurðardóttir Bögeskov, voru bændur og höfðu annast um fjósið sitt í Þverholtinu allt til 1940.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni