Hjónabandsins heit og gæfa
helgist fyrir ást og tryggð.
Elsku fáið þið að æfa,
eflist von og hjónadyggð.
Finnið sannar fyrirmyndir,
fangið þær og njótið vel.
Kristur birti kærleikslindir
kraft og eilíft ástarþel.
Lífsins gæsku lifið saman
lánið krýni ykkur tvö.
Heima skapið gleði, gaman,
gefist himinn númer sjö.
Sr. Kristján Björnsson 2017