Til brúðhjóna dagsins

Hjónabandsins heit og gæfa

helgist fyrir ást og tryggð.

Elsku fáið þið að æfa,

eflist von og hjónadyggð.

 

Finnið sannar fyrirmyndir,

fangið þær og njótið vel.

Kristur birti kærleikslindir

kraft og eilíft ástarþel.

 

Lífsins gæsku lifið saman

lánið krýni ykkur tvö.

Heima skapið gleði, gaman,

gefist himinn númer sjö.

 

Sr. Kristján Björnsson 2017

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s