Kosningu senn að ljúka

Í dag er næst síðasti dagur til að koma kjörseðlinum í póst eða uppá Biskupsstofu. Miðað við það sem ég hef skynjað hefur kjörnefndarfólk almennt tekið þátt í kosningunni eða ætlar að kjósa. Margir hafa þegar komið seðlinum sínum í póst og allmargir hafa haft samband og látið mig vita um sína þátttöku. Þau sem eiga þetta eftir hafa daginn í dag og mánudaginn til að leggja atkvæði sitt í póst og fá póststimpil eigi síðar en mánudaginn 9. okt. Á Biskupsstofu er tekið við seðlunum í kjörkassa í dag og fram til kl. fjögur 9. október. Ekki virðist vera gerð krafa um ábyrgðarpóst en það má ætla að það sé öruggara ef sett er í póst á síðustu dögum.

Ég hef mikinn áhuga á því að leggjast á árar með öllu góðu fólki í kirkjunni í embætti vígslubiskups í Skálholti. Þess vegna hef ég reynt að koma upplýsingum um mig og viðhorf mín á framfæri með eins ljósum hætti og mér er unnt en ég vil gjarnan heyra frá ykkur ef nokkuð er óskýrt eða ef spurningar hafa vaknað. Hér á síðunni er kominn nýr flipi, Kynningarmynd, þar sem er að finna myndbandið sem vinur minn Sighvatur Jónsson tók upp í stofunni okkar í síðustu viku. Annars er bara að hringja í síma minn 856 1592.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s