Við þurfum að tala okkur saman um enn betri kjörsókn

Þegar nýjustu breytingar voru gerðar á kosningu vígslubiskups var ég fylgjandi því að kjörnefndir í hverju prestakalli skyldu kjósa. Mér finnst það góð hugmynd að fjölga í hópi kjörnefndarfólks. Þar sem þessar reglur eru nýjar var kosið sérstaklega í kjörnefndir á aðalsafnaðarfundum allra sókna í vor. En núna þegar kemur að annarri umferð milli okkar tveggja sem hlutum flest atkvæði þurfum við að tala okkur saman um enn meiri kjörsókn. Hún þarf að vera meiri en ríflega 60% vegna þess að við erum fulltrúar fyrir sóknarbörnin og staðina. Í mínum huga er mjög mikilvægt að við nýtum atkvæði okkar vel vegna allra þeirra sem tilheyra kirkjunni. Mér finnst eðlilegt að skoða atkvæði okkar sem eina birtingarmynd af tengslunum sem við eigum í samfélagi safnaðarins. Og ég byggi þetta enn frekar á þeirri skoðun minni að embætti vígslubiskups á að vera í góðum tengslum við safnaðarstarfið, samfélag, helgihald og sögu á hverjum stað.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s