Tími til að bíða en við gætum þurft að byrja uppá nýtt

Núna er tími til að bíða og það rifjast upp að allt kann sá er bíða kann. Við eigum von á að heyra frá kjörstjórn hversu mikið er um ógilda kosningu til kjörnefnda en það eru kjörnefndir í hverju prestakalli sem mynda kjörskrá til vígslubiskupskjörs. Mér þykir verst hvað þetta er til mikilla leiðinda fyrir sóknarnefndarfólk og aðra sem hafa gefið kost á sér í vandasama vinnu kjörnefndanna. Við gætum þurft að byrja uppá nýtt á kosningunni til að enginn vafi leiki á kjöri næsta vígslubiskups. Með því væri hægt að gefa fólki færi á að ganga frá umboði kjörnefnda með kosningu á safnaðarfundum þar sem það hafði ekki verið gert enda finnst mér mikilvægt að ekkert prestakall verði útilokað frá kosningunni vegna ágalla í ferlinu. Svo hljótum við að vilja hafa þessa hluti í lagi hjá okkur af því að kjörnefndir í hverju prestakalli gegna einnig mikilvægu hlutverki og ábyrgð við val á presti og því þurfa kjörnefndir að vera fullgildar og virkar á öllum tímum hvort sem er. Ekki viljum við að  skipun í embætti verði ógildanleg vegna einhverja ágalla í kosningaferlinu.

Ég bíð alveg rólegur gagnvart vígslubiskupskjörinu og óska þess eins að þeim gangi öllum vel sem eru að fara yfir þessi mál núna, kjörstjórninni, sóknarnefndarfólki og öðru kjörnefndarfólki, próföstum og biskupi Íslands. Ég hef fulla trú á því að þetta fari vel og minnist þess sem sr. Jónas Gíslason, fv. vígslubiskup og kennari minn í guðfræðideildinni, sagði oft að flest mál hafi tilhnegingu til að fara vel. Eða eigum við kannski að vitna í Obama: „Yes, we can!“ Við getum svo vel haft þetta í lagi í okkar góðu kirkju.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s