Breytt viðhorf til sekúlaríseringarinnar

Ég sá ágæta umfjöllun í dönsku kirkjublaði um fund Porvoo samstarfsnefndarinnar um breytt viðhorf til sekúlaríseringarinnar, en hún er stundum kölluð heimshyggja. Okkar fulltrúi í Porvoo er dr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hallgrímskirkju, og er hann hér á mynd með öðrum þátttakendum. Antje Jackelén, erkibiskup Svíþjóðar, orðar það í stuttu máli þannig að fyrir áratug hafi margir leiðtogar kirkjunnar ennþá reynt að halda sekúlaríseringunni utan við kirkjudyrnar einsog hægt væri að loka sekúlaríseringuna úti. Antje talar um sinnaskipti og að kirkjan horfi æ meir á möguleikana í sakúlaríseringunni. Í þessari umræðu þarf að endurnýja skilning okkar á kenningum Lúthers um kirkju og ríki, kirkju og heiminn, sem aðskilin svið í sama veruleika mannsins. Það er gott að minna á það á fæðingardegi Lúthers 10. nóv. 1483. Marianne Christiansen, biskup í Haderselv í Danmörku, vill að við tökum á móti heimshyggjunni eða hinni sekúleríseruðu heimsmynd sem dýrmætri gjöf sem gefur okkur ekki síst ákveðna tryggingu fyrir því trúfrelsi sem við búum við á okkar dögum. Kirkjan þurfi að taka meiri þátt í samtali við þann vaxandi hóp sem aðhyllast heimshyggjuna og taka þátt í umræðu um hana með þekkingu á forsendum hennar.

Þá var einnig rætt mikið um breytta stöðu Evrópu við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og lagði Porvoo samráðsfundurinn áherslu á einingu kirkjunnar og að Enska biskupakirkjan og lúthersku kirkjurnar myndu halda áfram öllu evrópsku samstarfi kirkjudeildanna einsog verið hefur. Þetta kom skýrt fram í máli Justin Welby, erkibiskupsins af Kantaraborg, sem benti á að Bretland væri ekki að flytjast úr álfunni.

Porvoo samfélagið byggir á sameiginlegum yfirlýsingum, gagnkvæmdi viðurkenningu á þjónustunni og samstarfi lúthersku kirkjunnar og ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og Stóra Bretlandi. Þessi fundur Porvoo fór fram í Kaupmannahöfn.

http://www.interchurch.dk/aktuelt/nyheder/kirkerne-staar-sammen-i-et-europa-i-opbrud

 

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s