Ég vek athygli á því að laugardagurinn 25. nóvember er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um afmám kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn konum. Við skulum útrýma kynferðislegri áreitni í kirkjunni og í samfélaginu öllu. Við skulum láta baráttu hugrakkra kvenna og karla verða til að gera kirkjuna okkar örugga og í fullu samræmi við allt það sem fagnaðarerindið felur í sér. Ofbeldi er andstætt öllu því sem við prédikum. Á kirkjan.is er yfirlýsing okkar karlanna í prestastétt sem náðum að skrifa undir á stuttum tíma í gær en listinn er að frumkvæði sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar og var safnað í fésbókarhópi guðfræðinga, presta og djákna. Sumir prestar eru ekki á fésbók og þess vegna vantar allmarga karlpresta sem styðja málefnið.
http://kirkjan.is/2017/11/vid-heitum-ad/
https://www.bhm.is/frettir/rjufum-thognina