Kjör til vígslubiskups endurtekið á nýju ári

Kjörstjórn hefur ákveðið að kosningin til vígslubiskups í Skálholti þurfi að hefjast að nýju alveg frá byrjun vegna ágalla á kjörskrá. Samkvæmt þessu höfum við svolítinn frest fram að endurtekningunni. Vonast ég eftir því að hljóta góða tilnefningu presta og djákna að nýju og góðan stuðning frá kjörnefndarfólkinu í öllu umdæmi Skálholts. Það góða er að þar með verður öllum sóknum umdæmisins gefinn kostur á þátttöku í því að velja sér næsta vígslubiskup.

Frestur verður gefinn til 12. janúar til að halda safnaðarfundi og laga kosninguna í þeim sóknum þar sem hún telst ekki uppfylla með óyggjandi hætti öll skilyrði þeirra kosninga samkvæmt starfsreglum. Staðfest er að kjósa þarf aftur í 41 sókn af 164 í umdæminu en talið er líklegt að það eigi við á annað hundrað kjörnefndarmanna af 979. Það verður gott að ganga í þessa lagfæringu af því að kjörnefndir eru kosnar til fjögurra ára til að velja presta, vígslubiskupa og biskup Íslands þegar það þarf.

Samkvæmt ákvörðun kjörstjórnar höfum við frest til að tilnefna að nýju dagana 2. – 9. febrúar 2018. Kosningin sjálf er dagsett 9. – 21. mars 2018. Getur henni þar með lokið ef einn eða ein af þeim sem tilnefnd verða hlýtur meira en helming greiddra atkvæða.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s