Gleðileg jól í hug og hjarta

Það er örugglega gott og rétt að láta jólin vekja hug og hræra hjarta bæði heima og í kirkju. Við nutum góðrar kirkjusóknar á aðfangadagskvöld á Stokkseyri og Eyrarbakka þrátt fyrir skafrenning en best var kirkjusóknin í Gaulverjabæ á jóladag. Þá var líka komin jólastilla og friður yfir mönnum og skepnum einsog segir í gömlum bókum. En þegar kirkjugangan er að baki aðal jóladagana er óhætt að segja frá því að einn merkasti guðfræðingur 19. aldar, Friedrich  Schleiermacher (höfundur hugmyndarinnar að frjalslyndri þjóðkirkju), segir frá því í „Die Weihnachtsfeier“ að helgihaldið á aðfangadag og jóladag eigi best heima á heimilinu í faðmi fjölskyldunnar. Sumir telja að við eigum Friedrich að þakka allt þetta skraut á heimilinu og hugmyndina að jólatrénu líka með ótal ljósum. Þessu var öllu ætlað að hræra hug og sinni og við eigum að byrja heima með börnunum. María guðsmóðir tók á móti fyrsta fagnaði hirðanna og boðskap vitringanna með hljóðum huga og geymdi helgi þessara daga í hjarta sér. Ég skrifa þetta núna eftir hátíðarguðsþjónusturnar af sömu ástæðu og Schleiermacher hafði skrifað frásögn sína í byrjun desember og birti hana ekki fyrr en í janúar. Hann virðist samt samkvæmur sjálfum sér af því að hann er þarna að leggja áherslu á að við eigum að njóta helgra stunda kristinnar trúar í hópi vina og ættingja, í vinasal, þar sem hin eiginlega kirkja á að dafna. Þegar ég gekk til kirkju núna um jólin upplifði ég einmitt þennan vinasal og gleði í hverju hjarta þar sem kærleikurinn ríkir í kirkjunni okkar, litlu minna en í faðmi fjölskyldunnar á heimilinu. Þannig var það fyrir norðan með Húnvetningum og þannig var það líka heima í Eyjum og þannig skal það líka vera áfram í okkar góðu þjóðkirkju, samfélagi þeirra sem trúa á Frelsarann Jesú Krist og geyma þann leyndardóm í hjarta sínu.

 

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s