Áfram eftir tólfta janúar

Allt er nýtt á nýju ári og við höldum áfram inn í nýja árið endurnýjuð og reynslunni ríkari. Ég þakka innilega fyrir hvatningu og traust sem fólk hefur sýnt mér gagnvart embætti vígslubiskups í Skálholti. Það verður vandi að feta í spor sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar sem stendur vaktina heima í Skálholti þar til ný manneskja tekur við. Þarna bíða mörg krefjandi verkefni sem ég hef áður talað um hér á vefsíðunni og víðar. Í þessari framlengingu á kosningunni hef ég ekki bara lært meiri auðmýkt. Ég hef lært meira um aðstæður hjá sóknarnefndum, djákunum og prestum í mikilvægri þjónustu kirkjunnar í umdæminu. Þetta mikla starf kirkjunnar okkar vil ég gjarnan fá að styðja og stuðla að enn betri þjónustu og enn meiri boðun fagnaðarerindisins heima í hverri sókn ef það er á valdi vígslubiskups með þjónustu hans, hvatningu, ráðum og dáð.

Tólfta janúar rennur út frestur sem kjörstjórn gaf til að laga kosningu til kjörnefnda þar sem þurfti svo víslubiskupskjörið geti hafist að nýju. Ný kjörskrá verður miðuð við upphaf Þorra, 19. janúar. Tilnefning starfandi presta og djákna fer fram 2. – 7. febrúar. Ég lærði það í haust að ekki er um eiginlegt framboð að ræða nema fyrir þau þrjú sem fá flestar tilnefningar en ég árétta það sem ég hef áður sagt að ég mun taka tilnefningunni ef ég verð einn af þeim sem kjósa má um. Kjör alls kjörnefndarfólks í umdæmi Skálholts og presta og djákna á kjörskrá verður með póstkosningu 9. – 21. mars.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s