Undanfarin ár hef ég oft hugsað um ókristilega notkun fyrirgefningarinnar, sbr. ályktun í Kairos-skjalinu frá Suður Afríku 1985. Þar er því mótmælt að hægt sé að krefjast fyrirgefningar án þess að ofbeldinu ljúki, án þess að réttlæti nái fram að ganga. Ef ofbeldi og svik halda áfram að viðgangast er hætta á að sá sem sveik eða beitti ofbeldinu auki enn á óréttinn með rangri notkun fyrirgefningarinnar. Það gerir hann t.d. ef hann krefst fyrirgefningar af þeim sem hann braut gegn án þess að hann ætli að hætta að berja á viðkomandi manneskju. Þess vegna settu þau í Suður Afríku af stað vinnu sem þau kölluðu sannleiks- og sáttagjörðarnefnd til að ljúka uppgjöri við aðskilnaðarstefnuna. Þar lögðu þau áherslu á að hefja þetta merka starf á að ná fram sannleika og réttlæti. Ég held við getum vel stuðst við þetta í umræðunni um fyrirgefningu ofaní vinnuna og uppgjörið í #metoo. Með uppgjöri, rannsókn og eftir atvikum dómi í alvarlegum málum og í framhaldi af því með breyttri og bættri hegðun í samskiptum okkar getum við vænst fyrirgefningar en eigum ekki kröfu á hendur brotaþola að óbreyttu. Fyrirgefningin er mikilvæg í kristinni trú og þess vegna þarf að umgangast hana á forsendum réttlætis. Takmark hennar er að gera samfélagið við aðrar mannseskjur heilt á ný og heilbrigðara. Bætt hegðun og betri manneskja fær þá nýja merkingu enda hlýtur það að vera forsenda okkar allra áður en lengra er haldið. Með þessari nálgun fær hugtakið jafnrétti einnig guðfræðilega þungavigtarstöðu sem forsenda sáttagjörðar í samfélaginu eða sem leið til friðar.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni