Þakklátur og tilbúinn verði ég tilnefndur á morgun

Ég er enn mjög þakklátur fyrir allt það mikla traust sem mér var sýnt með flestum tilnefningum í fyrra og góðu kjöri í fyrri umferð kosninganna. Það fyllir mig góðri orku að fá í allri auðmýkt að takst á við verkefnið enn þetta ár ef ég nýt trausts með tilnefningum presta og djákna. Það kemur í ljós á morgun. Hafi nokkuð breyst hjá mér síðan í haust leyfi ég mér að halda að ég sé enn tilbúnari að taka þátt í kosningunni í mars njóti ég þess  trausts hjá starfandi prestum og djáknum. Núna höfum við ekki bara fengið tíma og tækifæri til að endurnýja umboð kjörnefndarfólks þar sem þurfti heldur hafa líka komið fram á þessum tíma vinningstillögur um breytingar á vígslubiskupshúsinu og fleira sem horfir til framtíðar um skipulag og umhverfi heima í Skálholti. Það virkar á mig sem spennandi verkefni og ég sé það sem tákn um að við viljum efla starfið og bæta aðstöðu þar heima og aðstöðu fyrir ykkar góðu þjónustu í öllum sóknum Skálholts. Hérna liggja mikil tækifæri til sóknar og mig langar að takast á við uppbygginguna og hlú að innra starfi kirkjunnar sem vígslubiskup í Skálholti ef það er vilji kjósenda.

Í ljósi þess að tilnefningum til víglubiskupskjörs lýkur á hádegi á morgun, 7. febrúar, í þessari atrennu að kjöri vígslubiskups leyfi ég mér að hvetja alla starfandi presta og djákna til að taka þátt og tilnefna þær þrjár manneskjur sem þau vilja helst hafa í embætti vígslubiskups í Skálholti. Það væri gaman að sjá enn fleiri presta og djákna tilnefna en í fyrra. Ég sé mikla kosti fyrir mig að skrifa nöfn þeirra þriggja sem ég get sannarlega séð fyrir mér að taki þátt í kjörinu. Með því móti er líklegt að ég hafi tilnefnt einn eða fleiri af þeim sem kosið verður um. Ef ég hugsa þannig má telja líklegt að ég hafi átt nokkurn þátt í vali þess sem verður á endanum skipaður í embættið. Það hlýtur að vera gott fyrir einingu hópsins og eflingar í þjónustu kirkjunnar. Það er mikið framundan og til mikils að vinna.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s