Kæru vinir. Ég er ánægður, þakklátur og hrærður vegna þess trausts sem prestar og djáknar sýna mér enn á ný þegar kemur að vali á næsta vígslubiskupi í Skálholti. Gengið hefur verið frá tilnefningum til kjörsins og verð ég með í þriggja manna hópnum sem kosið verður um. Við fáum ennþá sömu skilaboðin og í haust. Hvað mig varðar kom það satt að segja á óvart af því að ég hef ekki haft tíma til að leita eftir stuðningi vegna óvenju mikilla anna á vegum Prestafélags Íslands. Þau trúnaðarstörf urðu að ganga fyrir en í því sambandi er rétt að geta þess að ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til formennsku PÍ á aðalfundi í apríl. Mér finnst gott að fá að kveðja formannssætið á þeim tímamótum þegar félagið fagnar 100 ára afmæli, jafngamalt fullveldi Íslands. Ég þakka traustið og fer auðmjúkur fram sem einn úr hópi presta. Kosning allra kjörnefnda hefst 9. mars.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni
Gangi þér vel, Kristján.
Takk fyrir góðar óskir, Björn