Ég þakka traustið og fer auðmjúkur fram

Kæru vinir. Ég er ánægður, þakklátur og hrærður vegna þess trausts sem prestar og djáknar sýna mér enn á ný þegar kemur að vali á næsta vígslubiskupi í Skálholti. Gengið hefur verið frá tilnefningum til kjörsins og verð ég með í þriggja manna hópnum sem kosið verður um. Við fáum ennþá sömu skilaboðin og í haust. Hvað mig varðar kom það satt að segja á óvart af því að ég hef ekki haft tíma til að leita eftir stuðningi vegna óvenju mikilla anna á vegum Prestafélags Íslands. Þau trúnaðarstörf urðu að ganga fyrir en í því sambandi er rétt að geta þess að ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til formennsku PÍ á aðalfundi í apríl. Mér finnst gott að fá að kveðja formannssætið á þeim tímamótum þegar félagið fagnar 100 ára afmæli, jafngamalt fullveldi Íslands. Ég þakka traustið og fer auðmjúkur fram sem einn úr hópi presta. Kosning allra kjörnefnda hefst 9. mars.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Ég þakka traustið og fer auðmjúkur fram

  1. Björn Matthíasson sagði:

    Gangi þér vel, Kristján.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s