Kjörskráin komin og áhuginn að vakna eftir hlé

Ég finn það glöggt á fólki sem ég mæti og þjóna og mörgum sem að mér standa og stoppa mig líka á götum úti að áhuginn á vígslubiskupskjörinu er aftur að vakna eftir hlé. Sú breyting er orðin að frambjóðendur hafa núna fengið kjörskrána afhenta en það er breyting til batnaðar frá því í fyrra. Við höfum fengið kjörskrá með nöfnum og heimilisföngum og eigum heilmikið af netföngum og símanúmerum vegna ýmissa góðra tengsla. Það kæmi sér samt vel að fá sendar upplýsingar um netföng og síma kjörnefndarfólks svo við getum sparað pappírinn í landpósti (þó að Pósturinn veiti góða þjónustu) og getum þá sent þeim upplýsingar og rafræn bréf sem hafa netföng. Það er í anda umhverfisstefnu kirkjunnar að spara pappír og skóglendi heimsins. Með fleiri netföngum og símanúmerum getur verið auðveldara að glæða áhugann og auðvelda okkur að koma saman og hittast hér og hvar í umdæminu þegar ég verð á flakki næstu vikurnar. Bið ég kjörnefndarfólk að hika ekki við að hafa samband, hringja eða senda póst, bæði fyrir upplýsingaflæðið og til að finna tíma til að hittast í kirkjum eða yfir kaffibolla. Mér þætti gaman að fá að nota þetta kjör til að sjá enn betur hvernig starfað er af krafti og dugnaði í öllum kirkjunum okkar um allt land og hvernig gengur að efla kristni og kirkjulíf við ólíkar aðstæður.

Netangið mitt er klerkur8@gmail.com og netfang eiginkonu minnar, Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur, er ghbjarna@gmail.com

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s