Lifandi kirkja í sókninni heima

Fólkið sem myndar sóknina heima og rækir safnaðarstarfið er lifandi sönnun þess að hérna er að finna kraftinn sem býr í kirkjunni. Ég heyri og sé hvernig við erum sumpart ólík í safnaðarstarfinu en oftast á sama róli og samhljóma í flestum atriðum. Það sem stendur uppúr er vilji kirkjunnar fólks til að gera vel og eiga þetta samfélag um kristna trú á hverjum stað, í bæ, borg og sveit. Fjöldinn skiptir ekki öllu máli heldur það sem tengir manneskjurnar sem vilja eiga þetta samfélag. Þau þjóna vel sem styðja við kirkju sína og taka frá tíma til að njóta uppbyggingar í gleði og trú. Í staðarkirkjunni njótum við líka stuðnings í vanda og huggunar í sorg. Í söfnuði njótum við saman fræðslu og stuðnings við uppeldið í barna-, fermingar- og æskulýðsstarfi. Svo komum við til kirkju á tímamótum og  viljum öll hafa góða þjónustu við skírn, fermingu, hjónavígslu og útför. Hér ræktum við líka menningarlífið og þannig hefur hver kristin manneskja áhrif á það samfélag sem við störfum og lifum í. Ég er þess fullviss að eitt mikilvægasta verkefni vígslubiskups hljóti að vera að vera í tengslum við þessa iðandi kviku kirkjunnar á hverjum stað og styðja kraftinn í því kirkjulífi sem nýtur mesta trausts í þjóðfélaginu okkar. Hér er mynd sr. Guðmundar Arnar af brennandi áhuga barna og fullorðinna í Landakirkju síðasta sunnudag.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s