Guð gefi þér íhygli og gefandi stundir á dymbildögum þegar skírdagur, föstudagur langur og helgur laugardagur gerir kyrruviku að einni dýrustu viku ársins. Guð gefi þér gleðilega páska þegar árdagssólin litar sunnudagsljóma trúarinnar með sannri páskagleði.
Megir þú vakna árla morguns við páskahláturinn í sjálfum þér þegar þú minnist þess að Kristur er upprisinn. Megi páskavikan ganga í garð með ríka von og nýja dögun gleði og hamingju fyrir allt sem lifir.
Gleðilega páska!