Gleðilega páska, kæru vinir

Við Guðrún Helga og fjölskylda óskum ykkur gleðilegra páska og góðra stunda á stórhátíðinni. Mjög víða er hátíðarguðsþjónusta árla dags og fram eftir degi á hæstri hátíð kristinna manna. Það er víðar en á Íslandi enda nálgast fjöldi kristinna einstaklinga tvo milljarða og kristni er iðkuð í flestum löndum heimsins. Það má treysta því að fólk á ferðalagi finni kirkju og guðsþjónustu í næsta nágrenni sínu. Okkur er enn í fersku minni þegar við mættum með klappstólana okkar kl. 6 á páskadagsmorgni til messu á garðflötinni við kirkju eina í Riverview á Flórída. Sátum við þar við sálmasöng með þann yngsta á fyrsta ári þar til sólin kom upp og geislar hennar brutust á milli trjánna og spegluðust á tjörninni. Það var einhvern fallegasta páskasól og einstök upplifun. Svo var líka gott að fá glasúrgljáða kleinuhringi með kaffinu á eftir. Ef nokkur er klæddur og kominn á ról á Eyrarbakka eða nágrenni er fyrsta hátíðarguðsþjónusta okkar á morgun í Eyrarbakkakirkju kl. 8 (með morgunkaffi) og Stokkseyrarkirkju kl. 11.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s