Við Guðrún Helga og fjölskylda óskum ykkur gleðilegra páska og góðra stunda á stórhátíðinni. Mjög víða er hátíðarguðsþjónusta árla dags og fram eftir degi á hæstri hátíð kristinna manna. Það er víðar en á Íslandi enda nálgast fjöldi kristinna einstaklinga tvo milljarða og kristni er iðkuð í flestum löndum heimsins. Það má treysta því að fólk á ferðalagi finni kirkju og guðsþjónustu í næsta nágrenni sínu. Okkur er enn í fersku minni þegar við mættum með klappstólana okkar kl. 6 á páskadagsmorgni til messu á garðflötinni við kirkju eina í Riverview á Flórída. Sátum við þar við sálmasöng með þann yngsta á fyrsta ári þar til sólin kom upp og geislar hennar brutust á milli trjánna og spegluðust á tjörninni. Það var einhvern fallegasta páskasól og einstök upplifun. Svo var líka gott að fá glasúrgljáða kleinuhringi með kaffinu á eftir. Ef nokkur er klæddur og kominn á ról á Eyrarbakka eða nágrenni er fyrsta hátíðarguðsþjónusta okkar á morgun í Eyrarbakkakirkju kl. 8 (með morgunkaffi) og Stokkseyrarkirkju kl. 11.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni