Enginn verður ókosinn biskup

Síðasta umferð í kjöri til vígslubiskups í Skálholti verður með póstkosningu mánudaginn 23. apríl til mánudagsins 14. maí. Það er orðið alveg ljóst að enginn verður ókosinn biskup né heldur vígslubiskup nema kosinn verði í annað sinn (eða þriðja sinn). Með þeim orðum þakka ég enn og aftur góðan stuðning í síðustu umferð sem dugði næstum því til að ljúka kjörinu þá. Það kom mér ángæjulega á óvart og ég er enn að átta mig á þeim mikla stuðningi sem við fengum við framboðið. Mest af öllu þakka ég aukna þátttöku kjörmanna og það var sannarlega til góðs að kjörskráin var gerð opinber.

Enn og aftur þakka ég sr. Axel Árnasyni Njarðvík, héraðspresti okkar, fyrir þátttökuna en hann verður ekki með í seinni umferð til vígslubiskups í Skálholti. Óska ég honum góðs gengis í kosningu til kirkjuþings þar sem hann hefur boðið sig fram með öðru góðu vígðu fólki í Skálholtskjördæmi. Það er sama kördæmi og til vígslubiskups nema Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæmin. Sömu leiðis þakka ég jafn drengilegt framboð sr. Eiríks Jóhannssonar, presti í Háteigskirkju. Óska ég honum til hamingju með annað sætið í fyrri umferð og bið honum blessunar í seinni umferðinni þar sem kosið verður á milli okkar tveggja. Niðurstaðan verður fyrst ljós þegar talið verður í þessari seinni umferð. Dagsetningarnar hér eru samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni sem kirkjuráð á eftir að staðfesta en við göngum út frá þessu og göngum með gleði og auðmýkt til leiks í lokasprettinn sem hefst þann 23. apríl.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s