Hjarðarholtskirkja í Dölum

Hjarðarholtskirkja í Dölum er prófverkefni Rögnvaldar Ólafssonar og markar tímamót hjá fyrsta arkítekt Íslands, einsog hann hefur verið kallaður og nú síðast í nýlegri samnefndri bók. Hjarðarholtskirkja er sennilega teiknuð meðan Rögnvaldur er enn í námi og byggð 1904. Það er gaman að sjá hvernig látleysi í skreytingum að innan sem utan laða fram formin í byggingarstíl kirkjunnar. Kirkjan verður seinna að fyrirmynd Húsavíkurkirkju 1907 og að grunni til Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð 1912. Talið er að Rögnvaldur hafi verið undir áhrifum af svonefndum Schweitzerstíl í krosskirkjum sínum en sá stíll hafði þróast í Noregi á 19. öld og er sennilega ættaður frá Sviss.  Kirkjan er þó ekki bara dýrgripur íslenskrar byggingarsögu heldur lifandi helgidómur safnaðarins í Búðardal og allri Hjarðarholtssókninni sem er undirstrikað með vel heppnaðri safnaðarbyggingu á hlaðinu.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s