Frá Hólmavík um Djúpið í vináttu og gleði. Hólmavíkurkirkja á 50 ára vígsluafmæli sem haldið verður uppá síðla sumars. Við Guðrún Helga þökkum fyrir frábærar mótttökur og spjall í morgun. Þessir dagar eru ferð um djúp og gleði vináttunnar í kirkjunni. Í gær vorum við í Búðardal, á Skógarströnd og svo úr Dölunum yfir á Skriðnesenni. Það er einstaklega gaman að hittast og gestrisni er mikil í okkar garð. Svo fórum við í dag yfir Steingrímsfjarðarheiðina og eltum Leikfélag Hólmavíkur allar götur yfir á Þingeyri. Þar fluttu þau frábærlega verkið um Halta Billa sem verður svo aftur flutt á Patreksfirði á morgun, sunnudagskvöld.
Hér er mynd frá Ögurkirkju. Á morgun er heimsókn á Flateyri, í Súgandafjörð og Ísafjörð og svo aftur á Þingeyri. Á leiðinni hingað áttum við einstaka stund í Súðavík hjá góðum vinum sem tóku á móti okkur með vöfflum og rjóma.
Hér er svo ein mynd frá Þingeyri.