Á ferð um djúp og gleði vináttunnar í kirkjunni

Frá Hólmavík um Djúpið í vináttu og gleði. Hólmavíkurkirkja á 50 ára vígsluafmæli sem haldið verður uppá síðla sumars. Við Guðrún Helga þökkum fyrir frábærar mótttökur og spjall í morgun. Þessir dagar eru ferð um djúp og gleði vináttunnar í kirkjunni. Í gær vorum við í Búðardal, á Skógarströnd og svo úr Dölunum yfir á Skriðnesenni. Það er einstaklega gaman að hittast og gestrisni er mikil í okkar garð. Svo fórum við í dag yfir Steingrímsfjarðarheiðina og eltum Leikfélag Hólmavíkur allar götur yfir á Þingeyri.  Þar fluttu þau frábærlega verkið um Halta Billa sem verður svo aftur flutt á Patreksfirði á morgun, sunnudagskvöld.

Hér er mynd frá Ögurkirkju. Á morgun er heimsókn á Flateyri, í Súgandafjörð og Ísafjörð og svo aftur á Þingeyri. Á leiðinni hingað áttum við einstaka stund í Súðavík hjá góðum vinum sem tóku á móti okkur með vöfflum og rjóma.

 

 

Hér er svo ein mynd frá Þingeyri.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s