Kjör til kirkjuþings stendur yfir á vef kirkjunnar en kirkjuþing er skipað fulltrúum presta, djákna og sóknarnefndarfólks af öllu landinu. Þar sitja samtals 29 fulltrúar og er óvígt fólk í góðum meirihluta. Vígslubiskupar sitja einnig á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétt og er það eitt af hlutverkum vígslubiskupanna tveggja. Helsta þjónusta þeirra er eftir sem áður stuðningur við grunnþjónustuna í sóknum, stofnunum og félögum kirkjunnar, auk eflingar Skálholts. Með vígslubiskupskjörinu er því einnig verið að ráða einu föstu sæti í skipan kirkjuþings en það er fulltrúi sem hefur það helsta hlutverk að tala máli kirkjustarfs og þjónustu. Þetta sýnir að það getur skipt miklu máli fyrir sóknirnar og þjónustu kirkjunnar að núna verði kosinn manneskja sem hefur þegar aflað sér mikillar reynslu í starfi kirkjuþings, kirkjuráðs og stjórnar Skálholts og þekkir víða til í kirkjulegri þjónustu. Það skiptir máli svo að reynsla hans hjálpi til við farsælar lyktir góðra mála kirkjuþings. Það skiptir einnig máli að nýr vígslubiskup fái gott umboð með enn meiri þátttöku kjörnefnda, djákna og presta í þessari síðustu umferð.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni