Vígslubiskup með reynslu á kirkjuþingi

Kjör til kirkjuþings stendur yfir á vef kirkjunnar en kirkjuþing er skipað fulltrúum presta, djákna og sóknarnefndarfólks af öllu landinu. Þar sitja samtals 29 fulltrúar og er óvígt fólk í góðum meirihluta. Vígslubiskupar sitja einnig á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétt og er það eitt af hlutverkum vígslubiskupanna tveggja. Helsta þjónusta þeirra er eftir sem áður stuðningur við grunnþjónustuna í sóknum, stofnunum og félögum kirkjunnar, auk eflingar Skálholts. Með vígslubiskupskjörinu er því einnig verið að ráða einu föstu sæti í skipan kirkjuþings en það er fulltrúi sem hefur það helsta hlutverk að tala máli kirkjustarfs og þjónustu. Þetta sýnir að það getur skipt miklu máli fyrir sóknirnar og þjónustu kirkjunnar að núna verði kosinn manneskja sem hefur þegar aflað sér mikillar reynslu í starfi kirkjuþings, kirkjuráðs og stjórnar Skálholts og þekkir víða til í kirkjulegri þjónustu. Það skiptir máli svo að reynsla hans hjálpi til við farsælar lyktir góðra mála kirkjuþings. Það skiptir einnig máli að nýr vígslubiskup fái gott umboð með enn meiri þátttöku kjörnefnda, djákna og presta í þessari síðustu umferð.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s