Kynjahlutfall stórbatnar á kirkjuþingi með kosningunni í gær og óska ég kirkjunni til hamingju með að ná því langþráða takmarki. Konur eru núna í góðum meirihluta presta og djákna á kirkjuþingi sem er nálægt 60/40 og þegar hlutfall kvenna og karla hjá vígðum þjónum og fulltrúum sóknanefndanna er tekið saman eru konur 55% kirkjuþingsfulltrúa. Í heild eru 29 fulltrúar á kirkjuþingi og eru það 16 konur og 13 karlar. Kosið var til fjögurra ára og verður kirkjuþing að venju kallað saman í nóvember og þá er kosið í nefndir og ráð kirkjuþings. Hlutfall kynja á síðasta kjörtímabili var lakara en þá voru kirkjuþingsfulltrúar 19 karlar og 10 konur. Leikmenn eru fulltrúar sókna landsins og vígðir eru fulltrúar prestakalla og vígðrar þjónustu. Auk kjörinna fulltrúa situr einn fulltrúi guðfræði- og trúabragðafræðideildar HÍ, vígslubiskupar og biskup Íslands en þeim til viðbótar á ráðherra sæti á kirkjuþingi eða fulltrúi ráðherra.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni