Talning laugardaginn fyrir hvítasunnu

Samkvæmt skeyti frá kjörstjórn verður talið í síðustu umferð vígslubiskupskosninganna laugardaginn 19. maí og má búast við niðurstöðu fljótlega eftir hádegi. Það er von mín að kjörsókn verði enn betri en í fyrri umferð í mars og allt takist vel svo þetta verði örugglega síðasta umferðin. Það verður merkilegt að sjá þetta ferli á enda því aldrei fyrr hefur jafn margt fólk verið á kjörskrá í biskupskjöri á Íslandi, alls 939 í umdæmi Skálholts. Það eru líka nýmæli að kjörnefndir hvers prestakalls kjósa. Í þær eru kosið á safnaðarfundum og er kjörnefndarfólk 11 til 27 eftir fjölda sóknarbarna í prestakallinu. Þegar ég lít til baka var ekki undarlegt að hnökrar hafi komið upp í fyrstu atrennu í haust á alveg nýju lýðræðislegu kerfi. Ég hef mikla trú á kirkju sem vill þróa skipulag sitt og vanda sig við þá stefnu að vilji forystufólks í hverju prestakalli verði ætíð ráðandi þegar kosið er til þjónustustarfa vígðra þjóna. Það undirstrikar bein tengsl vígslubiskupsþjónustu við grunnþjónustu kirkjunnar í sóknum hennar og við starfið á stofnunum umdæmisins. Myndin mín með þessari stuttu frétt er úr Hólmavíkurkirkju sem ég tók í Vestfjarðarferðinni í apríl.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s