Heim að Hólum í Hjaltadal

Nú skal haldið heim að Hólum í Hjaltadal um helgina á Hólahátíð. Það verður stór stund fyrir mig en stærstu stundirnar eru þegar ég hitti þar góða vini. Ég vonast því eftir að hitta sem flesta Norðanmenn og unnendur sögu, kirkju og skóla á Hólum. Ég hlakka til samverunnar og endurfunda. Það er gott að heyra að sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Hólabiskup, ætlar að heiðra minningu kvenskörungsins Halldóru Guðbrandsdóttur sem annaðist föður sinn herra Guðbrand Þorláksson í veikindum hans á efri árum og annaðist einnig allan rekstur Hólastóls á sama tíma. Það fer vel við annað aðal efni hátíðardagskrárinnar um fullveldi Íslands sem einnig var fjallað um á Skálholtshátíðinni í júlí.

Og þarna vígði sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, mig til prestsþjónustu 9. júlí 1989 og ég minnist hans ætíð með hlýju og virðingu. Á myndinni leggur vígslufaðir ungum manni á hjarta að sinna þjónustunni af eindrægni og ósérplægni enda gerði hann það sannarlega sjálfur sá mikli mannvinur, félagsmálamaður, kennari og höfðingi á sinni tíð.

Ég nefni þetta bara sem dæmi um að margir eiga margar góðar minningar á Hólum sem gaman er að vitja á Hólahátíð. Það eitt og sér er ærið tilefni til að koma í messu og kaffi á helgum stað.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s