Miðvikudaginn 7. nóvember eru tónleikar margra kóra úr Suðurprófastsdæmi í Skálholtsdómkirkju og er þar haldið á lofti minningu herra Jóns Arasonar með lestrum. Tónleikarnir byrja kl. 20 og allir velkomnir. Næstu messur í Skálholtsdómkirkju eru þannig að sr. Óskar H. Óskarsson í Hruna messar sunnudaginn 11. nóvember, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, messar sunnudaginn 18. nóvember, sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup, messar sunnudaginn 25. nóvember og svo verður sóknarpresturinn, sr. Egill Hallgrímsson, kominn aftur úr námsleyfi og messar fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember í fjölskylduguðsþjónustu. Allar messur og guðsþjónustur hefjast kl. 11. Jafnframt er minnt á barnasamveru alla laugardaga kl. 11-12.
-
Nýlegar færslur
- „Ég kalla á þig með nafni.“ Prédikun Kristjáns Björnssonar á Skálholtshátíð 2020
- Mikil viðgerð á Skálholtsdómkirkju framundan
- Guðsþjónustur hefjast í áföngum frá og með 17. maí – innan allra marka
- Takmörkuð samskipti en ótakmarkaður kærleikur og von
- Erindi Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019
Færslusafn
Flokkar
Tækni