Síðasta prédikun Lúthers

 

2017-10-29 11.08.24-1

Þennan dag, 14. febrúar, árið 1546 flutti Marteinn Lúther sínar síðustu prédikanir í Eisleben í Þýskalandi. Þar dó hann síðan í þessum fæðingarbæ sínum fjórum dögum síðar, 18. febrúar, 62 ára að aldri. Þegar hér er komið sögu er hann orðinn alvarlega veikur og átti af þeim sökum ekki afturkvæmt heim til Wittenberg. Ekki ætla ég að gera neina úttekt á þessum prédikunum enda ekki rannsakað þær sérstaklega en það er dapurlegt og ekki augljóst að hann kýs að enda næst síðustu prédikun sína á því að vara við Gyðingum. Það hefur verið skýrt með því að hann sé að taka vara af fólki að hafna ekki Kristi, náð Guðs og heilögum anda og hvetja til þess að fólk taki almennt á móti ljósinu sem felst í fagnaðarerindinu. Á 16. öldinni er það gjarnan fært þannig í orð að þeir sem hafi hafnað Jesú, Gyðingarnir, séu nefndir á nafn og kemur það líka fyrir í Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar hálfri annarri öld síðar. Gyðingar hafa bent á að ekki sé hægt annað en kalla þetta and-gyðinglegan áróður eða antisemitisma. Um það verður ekki deilt að orðfæri 16. aldar hefur verið notað til að byggja undir hið illa þjóðernisofstæki sem lengi hefur þjáð Evrópu og mannkyn allt. Það segir kannski meira um áróðursaðferðir nazista og fasista að þeir þurfi að byggja málflutning sinn á því að slíta úr samhengi orð og hugtök löngu liðinna alda og nota þá lygi gegn trúföstum Gyðingum. Í dag boðum við fagnaðarerindið og gildin sem í því felst. Við boðum mannhelgi og réttlæti. Við viljum að fólk trúi en erum löngu hætt að vara fólk við því að falla af trú. Ég held við trúum því innst inni að þótt fólk dofni í trú sinni á einhverjum tíma verðum við að treysta því að Guð hafi komið guðlegum neista kærleikans fyrir í brjósti sérhvers manns og það muni koma góðu til leiðar fyrir alla.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s