Heimsgluggi okkar stækkar – Guðsmyndin stækkar

Fyrstu myndir úr geimsjónaukanum James Webb eru ótrúlegar og líklega höfum við aldrei séð jafn margar vetrarbrautir í þessari þyrpingu vetrarbrauta sem við sjáum núna. Tíminn er ótrúlegur og reynir á ímyndunaraflið okkar þegar talað er um milljarða ljósára fjarlægð. Svo langur tími er liðinn síðan þessi mynd lagði af stað út frá stöðum sínum að hún er líklega löngu horfin þegar hún berst okkur.

Líkt og þegar Hebrear voru herleiddir til Babylon og sáu margfalt stærri heim en hafði áður verið heima í Landinu helga í hjarðlandinu þar stækkaði mynd þeirra af Guði. Hann var ekki lengur Guð Abrahams heldur sjá þeir sem trúa að Guð er miklu stærri en það. Þau átta sig á því að Guð hafði ekki aðeins skapað haglendið í Kanaan, Filesteu, Gaza og löndunum þar í kring.

Maðurinn þurfti að upplifa stærri heimsmynd til að átta sig á því hvað Guð er í raun stór og mikilfenglegur. Í dag hefur heimsmynd mannkyns stækkað ótrúlega í tíma og rúmi. Við skiljum enn betur að það er ómælisdýpt í eilífið Guðs. Eilífðin hefur stækkað. Ómælanlegur faðmur Guðs hefur stækkað. Og hann er hér heima og hann er þar langt í fjarska og hann var áður en allt varð skapað og hann er enn löngu eftir að slokknað hefur á þeim ljósum sem núna eru að berast okkur í nýjum heimsglugga okkar. Mikill er Guð og enginn endir á því sem hann er.

https://www.ruv.is/frett/2022/07/11/soguleg-fyrsta-ljosmynd-ur-james-webb-geimsjonaukanum

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s