Komi blá heiðríkjan yfir gullna akra Úkraínu

Ólýsanlega er það dapurt að í dag hafi verið herjað á Úkraínu í heilt ár. Tólf mánuðir undir sprengiregni og skothríð. Líka undir ömurlegum ræðum og bulli ódæðis-forseta innrásarliðsins. Ég er sannfærður um að Úkraína mun geta varið landið sitt með heilögum rétti og víðfrægri hetjulund og hreysti. Þetta er m.a. mat mitt af reynslu minni af samstarfi í stóru alþjóðlegu björgunaræfingunni Samverði í Eyjum um árið. Úkraínska rústabjörgunarsveitin var einstök í seiglu og fáum orðum. Þeir fóru í gegnum alla veggi og luku sínum verkefnum með stakri prýði þótt þau hafi verið með þeim erfiðustu sem við lögðum fyrir nokkurt lið. Seint á þriðja sólarhring æfingarinnar bönkuðu þeir uppá hjá aðgerðarstjórninni, hógværir og saman reknir af hreysti. Engin þreytumerki. Þeir spurðu hver væri yfir og það var ég þá stundina. Tók ég við þökkunum og heiðursmerki rústabjörgunarsveitarinnar en hef sjaldan fundist ég hljóta jafn mikla virðingu. Virðingu frá þeim sem voru virðingarverðastir. Ræða foryngjans voru tvö orð: „Thank you!“

Öll mín virðing er í garð þeirra sem fórna núna öllu fyrir föðurlandið og móður sína Úkraínu, fyrir þau sem missa í mannfallinu, virðing gagnvart minningu þeirra ótal saklausra borgara, barna og eldri borgara sem þjást og hafa farist, virðing fyrir mannfórnum herliðanna og einnig gagnvart þeim sem varnarlítið hafa dregist inní árásarliðið, virðing fyrir harmdauða í hjörtum mæðra og feðra og ættmenna og vina þeirra. Lifi sigurvon þeirra sem verjast, lifi Úkraína, og lifi félagar mínir í óþreytandi samfélagi björgunarsveitarfólks þar og um víða veröld. Ég ber merki þeirra fyrir brjósti aldur minn á enda. Komi friður, ríki von, kvikni aftur ljós yfir landi og þjóð. Komi bláa heiðríkjan að nýju yfir gullna akra Úkraínu.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s