Geirþrúðardagur og aðrir merkir dagar

Mig langar að lyfta Geirþrúði frá Nivelles sem dó þennan dag, 17. mars árið 659. Um að gera að lyfta henni því nóg er nú karlasagan í kirkjunni. Hér heima eigum við Geirþrúðarbyl (sá versti 1610) og hefð fyrir því að veður á messudegi hennar var sagt ráða nokkru um hvernig vorið yrði. Best er að fá vont veður á Geirþrúðardag og Gvendardag sem er 16. mars því það vissi á gott vor.

En blessuð stúlkan, Geirþrúður, var orðin abbadís í Brabant í Belgíu um tvítugt. Hún helgaði sig trúnni á Jesú Krist af mikilli einurð. Við ættum alltaf að líta með virðingu til þeirra sem helga sig trú og líkn og miskunn og bæn og lofgjörð með jafn aðdáunarverðum hætti. Þau benda okkur á leiðina sem hægt er að fara í gegnum allt misjafnt í þessum heimi.

Núna fylgja svo aðrir dagar merkir sem ráða meiru um vorið en við gerum okkur grein fyrir að jafnaði. Nægir að nefna jafndægur á vori, 20. mars og svo kemur nýtt tungl 21. mars, á Benediktsmessu. Nýtt tungl eftir jafndægur á vori getur ekki komið fyrr en í ár en það ræður því hvenær páskadagur er settur ár hvert. Þetta páskatungl ræður því þá hvenær fastan byrjar því hún er alltaf til jafnlengdar aðdragandi og undirbúningur fyrir páskahátíðina. Tunglið ræður þá líka því hvenær uppstigningardagur verður og að lokum hvítasunnudagur sem ræður því hvenær þrenningarhátíðin verður sunnudaginn eftir hvítasunnu og sunnudagar eftir þá hátíð eru taldir sunnudagar eftir þrenningarhátíð allt fram að aðventu.

Allir þessir helgidagar hrærast því með einu tungli. Er þá ekki nema eðlilegt að fólk hafi í gegnum tíðina horft til þessara daga sem áhrifadaga um ókomna tíma og alveg sérstaklega varðandi vorið. Þekktur var vetrardrunginn í fólki á vorin og kvíðinn með heyforða og hvernig voraði á sauðburð og svona mætti lengi telja. Og það besta við svona daga og sögur um þá er að það skapast hefð fyrir virðingu gagnvart þessum tímamótum og innsæi gagnvart veðrabrigðum. Fólk fyrri alda hefur verið að reikna og spá út frá dagsetningum og sögu daganna því það leiðir huga okkar alltaf frá kvíða og jafnvel ótta yfir á skynsamlega hugsun. Rökhugsun og reikningur er alltaf líklegri til að halda sönsum á óvissutíma og miklu betri leið en sú að sogast uppí tilfinningalegt rót og hugarvíl. Það er í raun svo margt sem liggur í loftinu og við þurfum að geta lesið úr því vegna þess sem koma skal.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s