Endurnýjun Skálholtsdómkirkju og endurkjör í stólinn

Það er yndislegur tími að renna upp í lífi mínu og Skálholts. Við fögnum endurnýjun Skálholtsdómkirkju með messu lita og ljósa sunnudaginn 7. maí kl. 14. Í gær var ljóst að ég var tilnefndur til endurkjörs í stól vígslubiskups í Skálholti og lýkur kosningunni 12. júní. Ég geng glaður til verka og hlakka til þess ef mér verður treyst fyrir því að halda áfram uppbyggingunni í Skálholti eftir 1. ágúst. Að sjálfsögðu gef ég kost á mér í það og mæti hollri áminningu sem fylgir því að endurnýja umboðið. Býðst til að stíga áfram í stólinn hans Brynjólfs.

Árið sem ég vígðist hingað biskup lauk viðgerðum á listgleri Gerðar Helgadóttur og mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í fyrra lauk viðgerð á kirkjunni að utan með algjörri endurnýjun á öllu ytra borði hennar með nýjum þakskífum frá Noregi og nýrri klukku frá Danmörku og öllu öðru. Núna er um það bil að ljúka allri vinnu innandyra í kirkjunni sem eru algjör umskipti á allan hátt með öllu nýju og nýrri ljósahönnun og hita.

Það er táknrænt fyrir þá hugsun mína að byrja fyrstu árin hér á því að endurnýja allt skipulag í Skálholti og snúa mér svo að því af fullum krafti að byggja upp hið innra starf. Við þurfum stundum að djúphreinsa oreglið einsog Björgvin er núna að byrja á. Það þarf stundum að fínstilla ljósin sem meistararnir eru núna að fara í. Við þurfum að fínstilla sándið í hljóðkerfinu en allt er að gerast næstu daga.

Við erum íslensk og þetta er íslenskur arfur. Þótt við opnum núna og sjáum að kirkjan er prýðilega messufær er eitt og annað eftir. Það verður allt klárt fyrir Sumartónleikana í júlí og Skálholtshátíð 20. – 23. júlí. Allt klárt fyrir afmælisár dómkirkjunnar í Skálholti, semínar um gervigeind og starfræna byltingu, seminar um siðbót 12. aldar og Þorlák helga, vandaða hátíðartónleika, hátíðardagskrá og vonandi fjölmenna hátíðarmessu.

Verið velkomin í Skálholt í sumar og ykkur er líka velkomið að styðja við kosninguna sem er í höndum vígðra þjóna og sóknarnefndarfólks í umdæmi Skálholts í sex prófastsdæmum þess, en það er allt landið fyrir utan Norður og Austurland sem er í Hólaumdæmi.

Þessi færsla var birt undir General. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s