Áhugamál og fyrri störf

Í Kópavogi tók ég virkan þátt í starfi Skátafélagsins Kópa og síðar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi, en einnig í Hestamannafélaginu Gusti. Fyrir norðan var ég í Flugbjörgunarsveit Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélaginu Þyti og í Eyjum hef ég verið í Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Veiðifélagi Ystakletts.  Ég hef verið í ýmsum félögum og klúbbum í gegnum tíðina og spila stundum golf mér til heilsubótar en er með háa forgjöf.

Fermingarárið mitt gerðist ég kaupamaður í Efri Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu hjá Elsu og Friðgeiri Kemp. Seinna var ég í vegavinnu í héraðinu. Ég var í ýmsum störfum með skóla, m.a. bifreiðastjóri og byggingaverkamaður í Reykjavík, gæslumaður á Kleppi og hestahirðir í Sviss. Einnig var ég fimm sumur lögregluþjónn í Reykjavík og starfsmaður Þjóðgarðsins á Þingvöllum hjá sr. Heimi Steinssyni þrjú sumur. Eftir embættisprófið í guðfræði var ég blaðamaður í fullu starfi í liðlega tvö ár á Tímanum hjá Indriða G. Þorsteinssyni, ritstjóra og rithöfundi. Skrifaði ég þá einnig fáeina bókakafla, þýddi skáldsögu og ritstýrði nokkrum bókum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s