Áhugamál og fyrri störf

Í Kópavogi tók ég virkan þátt í starfi Skátafélagsins Kópa og síðar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi, en einnig í Hestamannafélaginu Gusti. Fyrir norðan var ég í Flugbjörgunarsveit Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélaginu Þyti og í Eyjum hef ég verið í Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Veiðifélagi Ystakletts.  Ég hef verið í ýmsum félögum og klúbbum í gegnum tíðina og spila stundum golf mér til heilsubótar en er með háa forgjöf.

Fermingarárið mitt gerðist ég kaupamaður í Efri Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu hjá Elsu og Friðgeiri Kemp. Seinna var ég í vegavinnu í héraðinu. Ég var í ýmsum störfum með skóla, m.a. bifreiðastjóri og byggingaverkamaður í Reykjavík, gæslumaður á Kleppi og hestahirðir í Sviss. Einnig var ég fimm sumur lögregluþjónn í Reykjavík og starfsmaður Þjóðgarðsins á Þingvöllum hjá sr. Heimi Steinssyni þrjú sumur. Eftir embættisprófið í guðfræði var ég blaðamaður í fullu starfi í liðlega tvö ár á Tímanum hjá Indriða G. Þorsteinssyni, ritstjóra og rithöfundi. Skrifaði ég þá einnig fáeina bókakafla, þýddi skáldsögu og ritstýrði nokkrum bókum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s