Breiðabólsstaðarprestakall

Fyrsta prestakallið mitt var Breiðabólsstaðarprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi. Þar lærði ég fljótt hvernig saga Hóla í Hjaltadal og Breiðabólsstaðar í Vesturhópi fléttast, bæði þegar Hólastaður verður biskupssetur og þegar prentverki Jóns sænska Matthíassonar er fundinn staður á Breiðabólsstað.

Ég þjónaði Breiðabólsstaðarprestkalli í rúm níu ár og kynntist sóknarbörnunum í gleði og sorg, bæði í kirkjulegri þjónustu og daglegu lífi. Það var góður skóli fyrir ungan prest. Í fyrstu voru Víðidalstungu-, Breiðabólsstaðar-, Vesturhópshóla- og Tjarnarsóknir í Breiðabólsstaðarprestakalli. Síðar færðist Víðidalstunga til Melstaðarprestakalls og Hvammstangasókn til mín, en þá fluttum við fjölskyldan yfir á Hvammstanga einsog lög gerðu ráð fyrir. Í afleysingum þjónaði ég um lengri eða skemmri tíma sóknarbörnum Melstaðarprestakalls, Prestsbakkaprestakalls og Þingeyrarklaustursprestakalls. Það var afar ánægjulegt að kynnast lífinu í Húnavatnsprófastsdæmi og víðar í Hólastifti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s