Eyrarbakkaprestakall

Ég hef verið lánsamur að fá að þjóna Eyrarbakkaprestakalli í Suðurprófastsdæmi um tveggja ára skeið. Því miður er ekki lengur prestsetur þar og höfum við búið í Reykjavík í þennan tíma, í Hallgrímssókn. Það er mjög til bóta að hafa góða skrifstofu í safnaðarheimili Stokkseyrarkirkju þar sem eldri borgarar koma líka saman í hverri viku. Núna þjóna ég Eyrarbakkakirkju, Stokkseyrarkirkju og Gaulverjabæjarkirkju á helgum og hátíðum í gleði og sorg. Nýt ég þess að vera með góðu fólki í sóknum mínum og líka á hjúkrunarheimilinu á Eyrarbakka í reglulegum helgistundum og í góðu samstarfi við leikskóla og grunnskóla staðanna. Eyrarbakki var lengi verslunarhöfn fyrir Skálholt og liggja þar á milli pílagrímaleiðir. Heimasíðan okkar er á fésbók: Eyrarbakkaprestakall. Formennirnir mínir eru Þórunn Gunnarsdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson og Margrét Jónsdóttir og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.