Eiginkona mín er Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari og leiðsögumaður. Hún hefur starfað hjá Blátt áfram í forvarnarstarfi og fræðslu til verndar börnum gegn kynferðisbrotum. Við fögnuðum þrjátíu ára brúðkaupsafmæli í september á síðasta ári.
Synir okkar eru Bjarni Benedikt, MSc í jarðvegsverkfræði, Sigurður Stefán, húsgagna- og húsasmiður, og Björn Ásgeir, 14 ára skóladrengur. Unnusta Bjarna Benedikts er Julia Viherlahti. Frá fyrra hjónabandi, með Sigrúnu Vallaðsdóttur, sjúkraliða sem ættuð er úr Landsveit og Mýrdalnum, á ég dæturnar Ólöfu og Kristínu Rut. Ólöf er samgönguverkfræðingur og fagstjóri samgangna hjá Mannviti og í stjórn Mannvits, gift Pétri Vilhjálmssyni, stjórnsýslufræðingi hjá Einkaleyfastofu. Þau eiga þau þrjú börn og búa í Vesturbænum. Kristín Rut er ferðamálafræðingur, MSc í sjálfbærnifræðum og doktorsnemi í sjálfbærri ferðaþjónustu. Hún er í sambúð með Fredrik Sjö, alþjóðafulltrúa Lundarháskóla, og búa þau í Lundi í Svíþjóð. Þau eiga tvö börn.
Guðrún Helga er af Seltjarnarnesinu ættuð frá Patreksfirði, Húsavík, Mýrum í Borgarfirði og Eyjum. Hún er dóttir Bjarna B. Ásgeirssonar og Elínar G. Guðmundsdóttur. Ég er sonur Björns Sigurðssonar, fv. lögregluvarðstjóra, og Kristínar Bögeskov, djákna, en pabbi var sonur sr. Sigurðar Stefánssonar, vígslubiskups í Hólastifti, og Maríu Ágústsdóttur, sem ættuð er frá Siglufirði, en þau voru bæði fædd og uppalin í Reykjavík. Mamma er dóttir Sörens Bögeskov frá Jótlandi og Ágústu Sigurðardóttur Bögeskov frá Lágu Kotey í Meðallandi og voru þau bændur í Reykjavík.