Námsleyfisárið mitt 2003-4 stundaði ég nám í klínískri sálgæslu á TGH sjúkrahúsinu í Tampa á Flórída. Hef ég einnig lagt stund á áfallahjálp fyrir björgunaraðila og aðra sem koma að alvarlegum slysum og áföllum. Í þessu starfi hef ég verið í áfallateymum í Hvammstangalæknishéraði frá 1995 og í Vestmannaeyjum frá ´98, en fyrstu alvarlegu áföllin sem ég vann að samkvæmt áfallahjálparfræðum (CISM) voru snjóflóðin í Súðavík í janúar ´95. Var ég einnig fenginn til að stýra þriggja ára sáttargjörð meðal Súðvíkinga nokkru síðar.
-
Nýlegar færslur
- „Ég kalla á þig með nafni.“ Prédikun Kristjáns Björnssonar á Skálholtshátíð 2020
- Mikil viðgerð á Skálholtsdómkirkju framundan
- Guðsþjónustur hefjast í áföngum frá og með 17. maí – innan allra marka
- Takmörkuð samskipti en ótakmarkaður kærleikur og von
- Erindi Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019
Færslusafn
Flokkar
Tækni