Stafkirkjan, Stofnun dr. Sigurbjörns, Prestafélagið

Í Eyjum var ég formaður stjórnar Stafkirkjunnar á Heimaey frá 2001 en hún er þjóðareign, gjöf Norðmanna vegna þúsund ára kristni árið 2000. Þar hefur oft verið þéttskipuð kirkja og oft nokkuð alþjóðlegt yfirbragð. Ég er varaformaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar sem hefur haldið nokkur málþing á sviði trúarbragðarannsókna og sáttagjörðar. Stofnunin hefur haldið alþjóðleg málþing sín í Skálholti og í Reykjavík. Árið 2011 var ég kosinn í stjórn Prestafélags Íslands og er núna formaður félagsins sem fagnar 100 ára afmæli 2018. Á fundum formanna norrænu prestafélaganna hef ég verið kosinn formaður NPS, sem er samráðsvettvangur félaganna en samtökin héldu m.a. guðfræðiráðstefnu í Kaupmannahöfn undir formennsku minni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s