Í Eyjum var ég formaður stjórnar Stafkirkjunnar á Heimaey frá 2001 en hún er þjóðareign, gjöf Norðmanna vegna þúsund ára kristni árið 2000. Þar hefur oft verið þéttskipuð kirkja og oft nokkuð alþjóðlegt yfirbragð. Ég er varaformaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar sem hefur haldið nokkur málþing á sviði trúarbragðarannsókna og sáttagjörðar. Stofnunin hefur haldið alþjóðleg málþing sín í Skálholti og í Reykjavík. Árið 2011 var ég kosinn í stjórn Prestafélags Íslands og er núna formaður félagsins sem fagnar 100 ára afmæli 2018. Á fundum formanna norrænu prestafélaganna hef ég verið kosinn formaður NPS, sem er samráðsvettvangur félaganna en samtökin héldu m.a. guðfræðiráðstefnu í Kaupmannahöfn undir formennsku minni.
-
Nýlegar færslur
- „Ég kalla á þig með nafni.“ Prédikun Kristjáns Björnssonar á Skálholtshátíð 2020
- Mikil viðgerð á Skálholtsdómkirkju framundan
- Guðsþjónustur hefjast í áföngum frá og með 17. maí – innan allra marka
- Takmörkuð samskipti en ótakmarkaður kærleikur og von
- Erindi Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019
Færslusafn
Flokkar
Tækni