Ég vígðist heima á Hólum í Hjaltadal 9. júlí 1989 undir öruggri handleiðslu sr. Sigurðar Guðmundssonar, vígslubiskups. Hann var mér góður vígslufaðir og fyrirmynd.
Föðurafi minn, sr. Sigurður Stefánsson, prófastur og vígslubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, hafði hlotið biskupsvígslu sína á Hólum 30 árum fyrr, 1959. Ég á góðar minningar frá bernskuárum af afa og það er óhætt að segja að hann mótaði sýn mína á almenna opna kirkju, trúarlíf hjá góðu fólki og virðingu fyrir mannhelgi og góðvild.