Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að kirkjan okkar er í raun stórbrotinn veruleiki og það veitir mikla reynslu að lifa sig inn í samfélag trúaðra sem hefur skipulag stofnunar. Mér finnst kirkja vera bæði ólík og lík hverri annarri stofnun. Innan hennar þarf að gæta góðrar stjórnsýslu, stunda rétt fundarsköp, kjósa lýðræðislega og iðka jafnrétti. Umsýsla og stjórnsýsluákvarðanir eiga að vera hafin yfir allan vafa. Í þeim efnum er engin ein stofnun kirkjunnar æðri eða lægri en önnur. Við hljótum öll að vera sett undir sama mæliker og þetta mæliker þarf tvímælalaust að vera gagnsætt.
-
Nýlegar færslur
- „Ég kalla á þig með nafni.“ Prédikun Kristjáns Björnssonar á Skálholtshátíð 2020
- Mikil viðgerð á Skálholtsdómkirkju framundan
- Guðsþjónustur hefjast í áföngum frá og með 17. maí – innan allra marka
- Takmörkuð samskipti en ótakmarkaður kærleikur og von
- Erindi Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019
Færslusafn
Flokkar
Tækni