Kynningarmynd

Kæra kirkjunnar fólk. Hér er stutt myndband um mig og helstu áherslur í kjörinu til vígslubiskups. Ég vona að það gefi ákveðna mynd af því hvernig ég tel að við getum aukið virðingu kirkjunnar, eflt Skálholtsstað og studd við þjónustuna í hverri sókn og hverju prestakalli í umdæmi Skálholts. Með kjörinu sé ég tækifæri til að kynnast aðstæðum á hverjum stað betur en áður. Ég vil fyrst og fremst nota þessi kynni til að leggja grunn að þjónustu og samvinnu vígslubiskups svo reynsla mín og kraftar nýtist vel ef þið kjósið að fá mig í þetta verkefni.