Uppruni minn

Ég er fæddur í Stórholti 39 í Reykjavík 6. desember 1958 og alinn upp í Kópavogi. Faðir minn er Björn Sigurðsson, fv. lögregluvarðstjóri, og móðir mín var Kristín Bögeskov, djákni. Hún dó eftir umferðaslys 2003. Eldri systkini mín eru Ágústa og Sigurður og yngri systkinin eru Björn Ágúst og María Kristín.

Afi minn og amma í móðurætt voru Sören Bögeskov, frá Gjellerup-Lund á Jótlandi, bóndi í Reykjavík, og eiginkona hans, Ágústa Sigurðardóttir Bögeskov. Hún var frá Lágu Kotey í Meðallandi, föðursystir Sigurbjörns Einarssonar, biskups. Afi og amma bjuggu búi sínu fyrst með fjósi við Rauðarárstíginn í Reykjavík og síðar í Mjóumýrinni, en seinna bæjarstæðið, Kringlumýrarblettur 19, er undir Rauðakrosshúsinu við Efstaleiti. Þar er þessi mynd tekin af afa og er Fossvogurinn og Kársnesið í bakgrunni.

Föðurafi minn var sr. Sigurður Stefánsson, sóknarprestur, prófastur og vígslubiskup í Hólastifti hinu forna og föðuramma mín var María Ágústsdóttir, íslenskufræðingur og húsfeyja. Þau voru bæði fædd í Reykjavík þar sem foreldar þeirra bjuggu og eru þau alin þar upp, bæði stúdentar frá MR. Hún var dóttir Ágústar Jósefssonar, heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkur, og Pálínu Söby frá Siglufirði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s