Þá er komið að talningu í vígslubiskupskjörinu með fundi kjörstjórnar kl. 14 á morgun, miðvikudag 28. mars. Búast má við tölum um kvöldmatarleyti. Það eina sem við vitum núna er að kjörsókn er nokkuð betri en var í haust og eru það ánægjuleg tíðindi. Það viti á gott og ég vona að sá sem verður valinn fái góðan stuðning til að gegna þessu hlutverki í þjónustu kirkjunnar.
Hljóti einhver frambjóðandanna helming greiddra atkvæða eða meira er komin niðurstaða í þessari umferð. Nái hins vegar enginn helming greiddra atkvæða verður önnur umferð haldin 20. apríl til 4. maí og kosið milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði núna. Þurfi þá umferð fæst endanleg niðurstaða 12. maí, daginn fyrir mæðradag.