Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í vígslubiskupskjöri. Núna eru 937 fulltrúar að kjósa í umdæmi Skálholts og í fyrri umferðinni var kjörsókn um 68%. Til samanburðar má rifja upp að árið 2012 voru alls 502 fulltrúar á kjörskrá í kjöri til biskups Íslands og var kjörsókn þá 95%. Í síðasta kjöri til vígslubiskups á Hólum voru um 200 manns á kjörskrá. Í umdæmi Skálholts hefur fjöldi kjörmanna ríflega þrefaldast frá síðustu kosningu. Mesta fjölgunin er í röðum leikmanna vegna þeirrar nýbreytni að kjörnefndir kjósa núna biskupa til þjónustu sinnar. Kjörnefndir eru í hverju prestakalli og eru lágmarksfjöldi þeirra ellefu og eykst eftir fjölda sóknarbarna í fjölmennari prestaköllunum allt uppí tæplega þrjátíu. Það er óskandi að vígt og óvígt kirkjunnar fólk nýti vel þessa miklu fjölgun á kjósendum með enn meiri þátttöku en var í fyrri umferðinni í mars og sýni með því að það er vilji til enn meira fulltrúalýðræðis í málefnum kirkjunnar.
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
- mars 2023
- febrúar 2023
- janúar 2023
- október 2022
- ágúst 2022
- júlí 2022
- júní 2022
- mars 2022
- janúar 2022
- júní 2021
- janúar 2021
- júlí 2020
- maí 2020
- apríl 2020
- mars 2020
- september 2019
- febrúar 2019
- nóvember 2018
- október 2018
- september 2018
- ágúst 2018
- júlí 2018
- júní 2018
- maí 2018
- apríl 2018
- mars 2018
- febrúar 2018
- janúar 2018
- desember 2017
- nóvember 2017
- október 2017
- september 2017
Flokkar
Tækni